- Advertisement -

Pólitískt einstefnukerfi

„Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.“

Þetta segir í nýrri grein sjávarútvegsráðherra. Hér vantar mótspyrnu. Í stað þess að beita henni kaupir stjórnarandstaðan þetta hrátt. Ekki er unnt að sjá að útgerðinni sé ómögulegt að gera ráð fyrir greiðsu þó gjalddaginn sé ekki samdægurs.

Ráðherrann lætur sem hann sé undrandi að stjórnarandstaðan gangi ekki í takt í þessu stóra máli. Sem dæmi má nefna að talsmaður Miðflokksins hefur persónulega hagsmuni af því að veiðigjöldin verði sem lægst.

Ráðherrann nýtir sér þetta, þó óvíst sé um árangurinn: „Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn lætur ráðherrann sem hann sé undrandi:

„Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu.“

Fyrirsögnin á grein ráðherrans er: „Pólitískt millifærslukerfi“.

Þar sem hann vill tryggja þeim sem hafa kvótann áframhaldandi aðgang að auðlindinni um ókomna framtíð þótti við hæfi að breyta fyrirsögninni í: „Pólitískt einstefnukerfi“.

 

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: