Ráðherrar eru ber á brandarakökunni

- Davíð Oddsson sparar sig hvergi þegar hann skýrir stöðu stjórnmálanna og beinir gagnrýni sinni helst að Samfylkingu, VG, Pírötum og eigin flokki, Sjálfstæðisflokki. Fólkið í landinu er ekki bjánar.

Davíð Oddsson:
Varla hefst nokkur maður lengur til að mæta á „pólitíska fundi“ enda sjást hinir raunverulegu valdhafar ekki þar og enginn á aðgang að þeim annars staðar.

Stjórnmál Hluti Reykjavíkurbréfs morgundagsins, í Morgunblaðinu, er tileinkaður íslenskum stjórnmálum og höfundurinn, Davíð Oddsson, eirir engum, alls ekki eigin flokki.

„Fyr­ir hálf­um öðrum ára­tug stofnuðu fjór­ir burðugir flokk­ar „breiðfylk­ingu“, stór­an jafnaðarmanna­flokk, og kölluðu Sam­fylk­ingu. Nú er aðeins 1,4% fylgi eft­ir á hvern flokk­anna. Sund­ur­laus dellu­flokk­ur eins og Pírat­ar, sem lifði aðeins í örfá ár í Þýskalandi, mæld­ist með risa­vaxið fylgi hér. Eng­inn vissi þó fyr­ir hvað ís­lenska út­gáf­an stóð. Vinstri-græn­ir ætluðu sér að nota „hrunið“ til að skapa sér langvar­andi valdaaðstöðu í land­inu. Þeim fórst stjórn­arþátt­tak­an hrap­al­lega. Flokk­ur, sem reyndi að kenna einka­væðingu banka um hrunið, gaf óþekkt­um nafn­laus­um kröfu­höf­um tvo stærstu banka lands­ins án nokk­urr­ar raun­veru­legr­ar umræðu meðal al­menn­ings! Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mis­steig sig illa í Ices­a­ve og er nán­ast hætt­ur að ræða grund­vall­ar­stefnu flokks­ins og virðist hafa lít­inn áhuga á að fylgja henni eft­ir. Hann vík­ur sér und­an að standa vörð um meg­in­atvinnu­vegi lands­ins og trygg­ir ekki að ráðherr­ar í rík­is­stjórn sem hann leiðir gangi ekki háska­lega um þá. Stjórn­arsátt­mál­inn sæk­ir lítið í stefnu og helstu bar­áttu­mál flokks­ins til langr­ar tíðar.“

„Búró­krat­ar og svo­kallaðir „fag­menn“ hrifsa til sín sí­fellt stærri hlut allra ákv­arðana. Lýðræðis­leg áhrif hverfa. Þeir sem eru grunaðir um að hafa ein­hver tengsl við al­menn­ing eða umboð þaðan virðast af þeim ástæðum van­hæf­ir með öllu til að hafa áhrif á þróun mála. Vitnað er í alls kon­ar „stjórn­sýslu­fræðinga“ til að ýta und­ir þess­ar lýðræðis­legu skekkj­ur. Og „stjórn­mála­menn­irn­ir“ sjálf­ir, en sí­fellt færri þeirra rísa und­ir því heiti, halda að þeir eigi að tala fyr­ir þess­ari þróun. Eng­in leiðsögn er veitt um annað. Það eitt að hlusta á þá ómynd er niður­lægj­andi og má því ímynda sér hversu niður­lægj­andi það ætti að vera að fara sem stjórn­mála­maður með slík­an mála­til­búnað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fólkið í land­inu er ekki bján­ar. Smám sam­an renn­ur þetta upp fyr­ir fjöld­an­um. Varla hefst nokk­ur maður leng­ur til að mæta á „póli­tíska fundi“ enda sjást hinir raun­veru­legu vald­haf­ar ekki þar og eng­inn á aðgang að þeim ann­ars staðar. Og þá má ætla að það stytt­ist hratt í að menn hætti að láta hafa sig í það að dratt­ast á kjörstað, þar sem aðeins lágt sett­ir upp­lýs­inga­full­trú­ar hinna raun­veru­legu vald­hafa eru í fram­boði. Sum­ir reynd­ar með ráðherra­titil, sem er kirsu­berið á brand­ara­kök­unni.“
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: