- Advertisement -

Sanna mjög ósátt við meirihlutann

Brandarar, misgóðir að vísu, voru mest áberandi þegar Viðreisn, og samstarfsflokkarnir, kynntu nýja meirihlutann í Reykjavík. Víst er að ekki er öllum skemmt,

Nýi meirihlutinn hlær af sjálfum sér öllum stundum. Hann skemmtir kannski samt ekki öðrum en sjálfum sér

Brandararnir fuku hver af öðrum þegar nýi meirihlhutinn í Reykjavík kynnti sjálfan sig í gær. Eftir að hafa staðið í sviðsljósinu dágóða stund, reytt af sér brandara og hlegið mest sjálf, voru kynnt heljartök Viðreisnar á „samstarfsflokkunum“. Þau sögðust ekki vera búin með brandarana. Sögðust eiga nokkra ósagða. Víst er að ekki er öllum skemmt.

Þau kynntu ekki meirihlutasamninginn. Ekkert mátti fella skugga á gleðistundina. Í Mogganum í dag er talað við oddvita minnihlutaflokkanna. Þar skipta orð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur mestu máli. Hún talar skýrt.

„Við lítum á þetta bara sem stríðsyfirlýsingu meirihlutans gegn fátæku fólki. Í staðinn fyrir að segja fátækt stríð á hendur þá hafa borgaryfirvöld ákveðið að heyja áfram stríð gegn fátækum einstaklingum.“

Í Mogganum segir hún sósíalista sjá lítið í sáttmálanum sem er líkingu við þeirra áherslur úr kosningabaráttunni. Hún segir t.d. alltof lítið gert til mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði.

„Það er talað um 500 félagslegar íbúðir en það eru 960 á biðlista núna og við vitum að það eru líklega þúsund aðrir sem gætu verið á biðlista og þurfa að sækja um en gera það ekki.“

Segir hún einnig of skammt gengið hjá meirihlutanum að ætla að hafa frían mat í skólum fyrir þriðja barn eftir 2021.

„Fólkið sem kaus okkur sósíalista núna hefur ekki efni á að borga matinn í dag. Þriðja barnið frítt eftir 2021. Þetta er ekki einu sinni brauðmolar til hinnar verst settu.“

Nýi eða gamli og endurnýjaði meirihutinn hefur opinberað sig. Víst er að hans bíður ný og virkari stjórnarandstaða en áður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: