- Advertisement -

Þegar Skagamenn sviku Sandgerðinga

- segja má að sagan sé að endurtaka sig. Fyrir rétt um tuttugu árum lofuðu stjórnendur Haraldar Böðvarssonar Sandgerðingum öllu fögru við sameiningu HB og Miðness.

Nánast eru tuttugu ár frá því að fyrirtækin Haraldur Böðvarsson á Akranesi og Miðnes í Sandgerði sameinuðust undir nafni þess fyrrnefnda. Haraldur Böðvarsson sameinaðist síðar Granda í Reykjavík og var nafninu var þá breytt í HB Grandi. Miðnes var stærst fyrirtækja í Sandgerði þegar fyrirtækið sameinaðiset HB.

Sameining HB og Miðnes fór á annan veg en Sandgerðingar vildu. Reyndin varð, gegnt öllum loforðum, að starfsstöðvum hins sameinaða fyrirtækis í Sandgerði var lokað og starfsfólk missti vinnuna.

Atvinnuöryggi ógnað

Bæjarráð Sanderðis bókaði þegar ljóst var í hvað stefndi: „Nú er svo komið að atvinnuöryggi fjölda starfsmanna sem þjónað hafa fyrirtækinu frá sameiningu um langt árabil, er ógnað en þetta gerist þrátt fyrir fögur fyrirheit um frekari uppbyggingu og rekstur á staðnum”, segir í bókun bæjarráðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sandgerðingar vildu allt til vinna

Þá, sem nú, vildu þeir sem sáu fram á samdráttinn allt til vinna til að halda kvótanum heima og verja þannig fjölda starfa. Skagamenn munu nú hafa boðið HB Granda allt sem hægt er til að ákvörðun þeirra verði breytt. Sama gerðu Sandgerðingar þegar þeir báðu Skagamenn miskunnar.

Í bókun bæjarráðs má sjá að bæjarstjórnir og hafnarstjórnir hafi hingað til reynt að láta framkvæmdir við höfnina vera í fyrsta sæti til að tryggja sem besta aðstöðu fyrir útgerðaraðila í bænum. Þegar Miðnes hf. og Haraldur Böðvarsson sameinuðust var mikill uppgangur og rekstur í Sandgerðishöfn. Nú er hins vegar tekjumissir hafnarinnar umtalsverður vegna þess að nær öllum afla er landað annars staðar og skip og kvóti hefur að mestu verið fluttur í annað byggðarlag.

Brostnar vonir

Bæjarfulltrúar Sandgerðis viðurkenndu í bókun að þær væntingar sem gerðar voru til hins nýja fyrirtækis hafi ekki gengið eftir og hafi ekki veriði í samræmi við upplýsingar frá stjórnendum fyrirtækisins.

Bæjarfulltrúar bókuðu, að þær væntingar sem gerðar voru til hins nýja fyrirtækis hafi ekki gengið eftir og hafi ekki veriði í samræmi við upplýsingar frá stjórnendum fyrirtækisins.

Afleiðingarnar ljósar

Bæjarráð Sandgerðis biðlaði til Skagamanna, en allt kom fyrir ekki. Bæjarráðið sendi frá sér eftirfarandi:

Bæjarráð hvetur stjórn H.B. til að koma saman og endurskoða rekstaráætlanir sínar í Sandgerði og óskar eftir viðræðum við stjórnendur fyrirtækisins varðandi eftirfarandi atriði:
-Umtalsverðum tekjumissi Sandgerðishafnar.
-Bolfiskvinnslu, sem hefur nánast verið lögð niður.
-Vinnu iðnaðar-og tækjamanna,vélstjóra og verkafólks sem hefur dregist stórlega saman.

Sagan endurtekur sig

Segja má að sagan sé að endurtaka sig. Fyrir rétt um tuttugu árum lofuðu stjórnendur Haraldar Böðvarssonar Sandgerðingum öllu fögru við sameiningu HB og Miðness. Það gekk ekki eftir.

Nú glíma Skagamenn við að halda í sinni heimabyggð upphaflegum eigin kvóta sem og upphaflegum kvóta Sandgerðinga. Áður voru Skagamenn skrattar Sandgerðinga rétt einsog stjórnendur HB Granda ætla að verða skrattar Skagamanna að þessu sinni.

Þess má geta að Haraldur Böðvarsson, stofnandi samnefnds fyrirtækis á Akranesi, var á árum áður með rekstur í Sandgerði en seldi hann árið 1941. Sveinn Jónsson og Ólafur Jónsson keyptu reksturinn af Haraldi og stofnuðu þá Miðnes.

Greinin var fyrst birt hér á midjan.is seint í marsmánuði í ár.

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: