- Advertisement -

Þá sagði Lilja svei, svei við Samherja

Ekki er eitt ár frá því að Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifaði eftirfarandi á Facebook. Þá var Lilja og flokkur hennar, Vinstri græn, utan ríkisstjórnar.

„Ég hef skömm á því siðferði sem birtist hjá framkvæmdastjóra Samherja stærsta einkafyrirtækis landsins að telja ekki fram til skatts og deila ekki samfélagslegri ábyrgð með almenningi sem stendur undir samfélagsrekstrinum með sínum sköttum. Það er ekki nóg hjá þessum útgerðarrisa sem nýtir sér sameiginlega auðlind þjóðarinnar til að byggja upp sinn auð að leika miskunnsama „Samherjann“ af og til og deila brauðmolum af sínu nægtarborði til samfélagsins. Lög og samfélagsábyrgð á að ná til allra samfélagsþegna ! Því miður er þetta ekki einsdæmi hjá ríkasta hluta þjóðarinnar að standa ekki skil á sköttum til samfélagsins svei svei…“

Lilja Rafney er nú formaður atvinnuveganefndar Alþingis og það var hún sem flutti, í vor sem leið, frumvarp til lækkunnar veiðigjalda, sem náði ekki fram að ganga. Það kemur væntanlega í hennar kasta að flytja boðað frumvarp um lækku veiðigjalda, þar sem má búast við að stórútgerðin hagnist mest á breytingunum rétt einsog var í vorverkum Lilju Rafneyjar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: