- Advertisement -

„Þetta var sóun á fjármunum“

„Það ætti miklu frekar að fara með öll grunnskólabörn í skólaferðalag til Grænlands, frekar en að senda þingmenn í svona erindisleysu.“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, hefur svipaða sögu að segja og Guðmundur Ingi Kristinsson. Þór fór einnig til Grænlands, á vegum Alþingis.

Þór skrifar: „Fór sjálfur í ráðstefnuferð til Ilulissat á vegum þingsins þegar ég var í Vest-norræna ráðinu (Ísland Grænland og Færeyjar) sem stóð í þrjá daga. Ráðstefnan fór fram á dönsku sem var ekki móðurmál neinna framsögumanna né áheyrenda og fór meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá öllum. Þetta ráð hittist tvisvar á ári og flakkar reglulega milli landanna. Þegar heim var komið lagði ég til að Vest-noræna ráðið yrði lagt niður, eða þá að Noregi yrði boðið að vera með til að styrkja það enn frekar og útvíkka það inn á samstarf á sviði efnahagsmála og fiskveiða. Þetta fór vægast sagt illa í íslensku nefndarmennina sem fannst þetta skemmtileg ferð og ekki vildu þeir sjá Norðmenn með því þeir myndu fá að“ráða of miklu“. Vissulega var þetta skemmtileg ferð og gaman að kynnast Grænlandi og menningunni en þetta var sóun á fjármunum. Það ætti miklu frekar að fara með öll grunnskólabörn í skólaferðalag til Grænlands, frekar en að senda þingmenn í svona erindisleysu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: