- Advertisement -

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins fara gegn Benedikt fjármálaráðherra

Stjórnmál „Þær fyr­ir­ætlan­ir sem koma fram í fjár­laga­frum­varp­inu varðandi tekju­öfl­un rík­is­sjóðs og breyt­ing­ar á skött­um og gjöld­um hér til hækk­un­ar eru með þeim hætti að þær hljóta að taka breyt­ing­um í meðför­um þings­ins,“ sagði Óli Björn Kárason í viðtali við Morg­un­blaðið. Hann segir skatta vera hækkaða í frumvarpinu.

Óli Björn sagði engu skipta hvort rætt sé um fyr­ir­hugaða hækk­un á áfeng­is­gjald­inu, hækk­un á dísil­gjald­inu eða aðrar hækk­an­ir. „Það kæmi mér veru­lega á óvart ef það væri þing­meiri­hluti fyr­ir slík­um breyt­ing­um,“ sagði Óli Björn.

„Það blas­ir við að maður hef­ur áhyggj­ur af þeim skatta­hækk­un­um sem fjár­lög­in gera ráð fyr­ir. Þetta þarf að skoða bet­ur og fara yfir. Það verður að segj­ast eins og er að það er ekki mik­il hrifn­ing í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins með fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir,“ sagði Brynj­ar Níelsson við Morgunblaðið.

Við þurf­um bara að meta þetta þegar upp verður staðið, hvort maður get­ur enda­laust beðið um lækk­an­ir en um leið lagt til hækk­an­ir,“ sagði Ásmund­ur Friðriksson.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, sagði við Morg­un­blaðið í gær að hún væri ekki búin að kynna sér fjár­laga­frum­varpið í þaula. „Auðvitað eru þarna atriði sem ég hefði haft öðru­vísi, væri ég ein­ráð. En við verðum að skoða frum­varpið í heild­ar­sam­hengi. Þetta verður áreiðan­lega eins og venju­lega; að við för­um vand­lega yfir frum­varpið í þing­inu og reyn­um svo að breyta því sem við erum ósátt­ust við,“ sagði Unn­ur Brá.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: