- Advertisement -

Veitingastaður ofreiknar matinn

Veitingastaður bætti 210 krónum á reikning viðskiptavina. Pantaðir voru tveir réttir. Annar kostaði 2.045 krónur og hinn 2.145, eða samtals 4.190. Strimillinn sýndi hins vegar 4.400 krónur, eða 210 krónum meira en rétt var.

Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna, ns.is.

Þar segir að Neytendasamtökin hafi fengið þau svör frá fyrirtækinu að um væri að kenna reiknivillu í kerfinu og að um einstakt tilvik væri að ræða.

Sem sagt, bara í þetta eina sinn. Svo eru fullyrt, en það hefur ekki verið kannað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Neytendasamtökin taka svar veitingastaðarins fullgilt. „Neytendasamtökin hafa enga ástæðu til að ætla að seljandinn sé vísvitandi að blekkja viðskiptavini og hafa ekki heyrt af fleiri slíkum dæmum,“ segir á ns.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: