- Advertisement -

Vigdís og Eyþór róa á sömu mið

Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins, talar nánast sama rómi og Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, hvað helst beri að gera í Reykjavík að loknum kosningum. Líkur voru á að tveir turnar tækjust á, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Nú hefur Miðflokkurinn tjaldað í garði Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn hikar ekki við að höfða til kjósenda Sjáflstæðisflokksins.

Hið minnsta hvað varðar Borgarlínu, flugvöllinn og fleira.

Hafi verið búið að draga upp skýrar línur um hvernig kosningabaráttan í Reykjavík kynni að þróast  er víst að Vigdís og Miðflokkurinn munu breyta því. Óvissan er nokkur og spennandi.

Vigdís hefur þó strax stigið skrefi lengra en Eyþór. Vigdís vill að Reykjavík afsali sér lögbundin hlutverk sín, án þess að skýra það nánar.

Framundan er spennandi kosningabarátta sem mun eflaust draga fram margt óvænt.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: