- Advertisement -

Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld

Menning Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð laugardaginn 7. júní kl. 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni gefur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag.

Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birtingarmynda fást svör.

Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

Verkin eru á þriðja hundrað talsins og á listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Anna Eyjólfsdóttir
Ásta R. Ólafsdóttir
Baltasar Samper
Benni Valsson
Bergþór Morthens
Birgir Andrésson
Birgir Snæbjörn Birgisson
Bragi Ásgeirsson
D. Írís Sigmundsdóttir
Einar Falur Ingólfsson
Erla Sylvía Haraldsdóttir & Craniv A. Boyd
Erling T. V. Klingenberg
Erró
Gjörningaklúbburinn
Guðmundur Bjarnason
Guðrún Vera Hjartardóttir
Gunnar Árnason
Gunnar Karlsson
Halldór Baldursson
Hallgrímur Helgason
Harpa Rún Ólafsdóttir
Helgi Þorgils Friðjónsson
Hertha M.Richardt Úlfarsdóttir
Hjalti Parelius
Hlaðgerður Íris Björnsdóttir
Hrafnhildur Arnardóttir
Hugleikur Dagsson
Hulda Hákon
Hulda Vilhjálmsdóttir
Hörður Sveinsson
Inga Svala Þórsdóttir & Wu Shanzhuan
Jóhann Ludwig Torfasson
Jón Axel Björnsson
Jón Óskar
Jónatan Grétarsson
Karl Jóhann Jónsson
Katrín Elvarsdóttir
Katrín Matthíasdóttir
Kjartan Sigtryggsson
Kristinn Ingvarsson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
Magnús Sigurðsson
Margeir Dire
Ólöf Björg Björnsdóttir
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Ólöf Nordal
Pálína Guðmundsdóttir
Ragnar Kjartansson
Ragnar Þórissonar
Ragnhildur Stefánsdóttir
Sara og Svanhildur Vilbergsdætur
Sesselja Tómasdóttir
Sigga Björg Sigurðardóttir
Sigurður Árni Sigurðsson
Sigurður Guðmundsson
Snorri Ásmundsson
Spessi
Stefán Boulter
Steinunn Þórarinsdóttir
Stephen Lárus Stephen
Sylvía Dögg Halldórsdóttir
Tómas A. Ponzi
Valdís Thor
Vytautas Narbutas
Þórdís Aðalsteinsdóttir
Þórdís A. Sigurðardóttir
Þrándur Þórarinsson


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: