- Advertisement -

Djöfullegt skattkerfi fyrir fólk sem er með tekju undir meðaltali

Gunnar Smári skrifar:

Þórólfur Matthíasson bendir á hér á Facebook að þetta línurit hafi ekki verið í kynningu stjórnvalda á skýrslu um OECD. Það sýnir jaðarskatta eftir tekjum, lárétti ásinn sýnir laun sem hlutfall af meðallaunum en sá lóðrétti jaðarskatta að teknu tilliti til ýmissa bóta. Eins og sést á línuritinu er Ísland út úr öllu korti þegar kemur að jaðarsköttum hinna verst stöddu; stjórnvöld hafa búið hér til hreint djöfullegt skattkerfi fyrir fólk sem er með tekju undir meðaltali og hreint helvíti fyrir fólk sem er með tekjur sem er 70% af meðaltekjum eða þaðan af lægri. En stjórnvöld hafa búið til skattkerfi sem er með gjöfult og gott fyrir fólk með 50% hærri tekjur en meðaltekjur og þar fyrir ofan; þær tekjur sem stjórnmálaelítan og auðvaldið skammtar sjálfri sér. Þetta línurit sýnir því betur en margt annað að hér ríkir þjófræði, það fólk sem náð hefur völdum hefur sveigt öll grunnkerfi samfélagsins að eigin þörfum og hagsmunum en kúgar aðra miskunnarlaust.

Hér er það sem Þórólfur skrifar í sinn status: Í nýlegri úttekt OECD á efnahagslífi á Íslandi koma fram ýmsar áhugaverðar upplýsingar. Athygli vekur að í kynningarglærum er línurit sem einhverra hluta vegna rataði ekki inn í skýrsluna sjálfa. Þetta línurit sýnir virka jaðarskatta á launatekjur á Íslandi samanborið við virka jaðarskatta á samskonar tekjur á Norðurlöndum og í OECD í heild. Eins og sjá má er jaðarskattur á lágar tekjur og meðaltekjur miklu hærri á Íslandi en bæði á hinum Norðurlöndunum og í OECD. Munar þar 10 til 20 prósentustigum fyrir allra lægstu tekjurnar og tæpum tuttugu prósentum fyrir miðlungstekjur. Það er greinilegt að það er grundvallarmunur á því hvernig jaðarskattar og skerðingar bótaflokka á borð við barnabætur og vaxtabætur vinna saman á Íslandi annars vegar og annars staðar í OECD hins vegar! ER ekki ráð að stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins fari að líta í kringum sig í heiminum og velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir en hinar séríslensku jaðarskatta- og skerðingarleiðir?

Þú gætir haft áhuga á þessum


hér fær hinn betur launaði 16 þús. kr. meira en hin láglaunaða 38 þús. kr. minna. Hvílík skömm!

Ef við túlkum línuritið yfir í tölur þá sést þarna að íslensk stjórnvöld taka 54 krónur af hverjum 100 krónum sem fólk með 276 þús. kr. á mánuði aflar sér en meðaltal Norðurlandanna er 38 krónur. Ef kona með 276 þús. kr. á mánuði fær sér aukavinnu og aflar sér 200 þús. kr. á Íslandi bætir hún 92 þús. kr. við ráðstöfunartekjur sínar en myndi bæta 130 þús. kr. við þær ef miðað er við meðaltal Norðurlandanna. Íslenskt skattyfirvöld taka til sín 38 þús. kr. meira af þessari fátæku konu.
Ef maður með 1,1 m.kr. á mánuði (þingfararkaup/laun oddvita borgarstjónarflokks í meirihluta) fær 200 þús. kr. fyrir að setja í stjórnar- eða nefndarfund einu sinni í mánuði heldur hann 104 þús. kr. eftir af launum sínum en fengi 88 þús. kr. ef við byggjum við sambærilegt kerfi og Norðurlöndin; hér fær hinn betur launaði 16 þús. kr. meira en hin láglaunaða 38 þús. kr. minna. Hvílík skömm!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: