- Advertisement -

„Vil ég búa í svona samfélagi?“

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er ekki, frekar en nánast allt fólk, ósátt við afstöðu ríkisvaldsins vegna afstöðunnar gegn Guðjóni Skarphéðinssyni. Hún skrifar á Fasbókinni:

„Er það virkilega afstaða ríkisins að vígbúast með þessum hætti gegn borgurunum? Þessi ákvörðun embættis ríkislögmanns — að verjast með öllum ráðum bótakröfu manns sem brotið var á, í máli sem legið hefur eins og mara á sakborningum, aðstandendum þeirra og þjóðinni allri í áratugi — sú ákvörðun er í rauninni árás. Ekki bara á einstaklinginn sem brotið var á, heldur réttarríkið sjálft sem á að vera skjól og skjöldur borgaranna í landinu. Ég spyr: Hefði ekki verið nær að fyrir ríkið að taka stöðu á einhverjum sanngjörnum grunni og standa fast fyrir þar frekar en að ganga fram með þessum ógeðfellda hætti?

Maður er orðlaus yfir þessari framgöngu og óneitanlega spyr maður sig: Vil ég búa í svona samfélagi? Þar sem ríkisvaldið – sem á að vera vörn og skjól borgaranna – gengur fram með oddi og egg gegn þeim sem leita réttar síns, þeim sem ríkinu ber í raun að vernda?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: