- Advertisement -

Hagsmunabandalag kvótakónga og auðmanna

Siðferði, lög og reglur mega fjúka fyrir hagsmuni Vefsins.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hagsmunabandalag kvótakónga, auðmanna og stjórnmálaelítunnar fléttast sama í vef. Vefurinn heldur í alla spotta og stjórnar samfélaginu. Mennirnir í Vefnum eru tengdir ýmsum böndum, þeir sitja í sömu stjórnum, hafa starfað saman hjá fyrirtækjum eða stofnunum, verið saman í skóla, eru vinir, eru skyldir, stunda sömu klúbbana, fara saman út að borða, hafa sömu hagsmuna að gæta, bakka hvorn annan upp þegar á bjátar, fara á skjön við siðferði, lög og reglur, brjóta lög og reglur til að bjarga hver öðrum, stuðla að velgengi í fjármálum og starfsframa hvers annars, koma sínum mönnum á þing og í aðrar valdastöður, láta lama eftirlitsstofnanir þjóðarinnar, svara fyrir hvern annan í fjölmiðlum og svo er endalaust hægt að bæta við þennan lista.

Nú er Vefurinn á fullu að reyna að breiða yfir og gera lítið úr Samherjamálinu. Hætta er að upp komist um alla spillinguna. Upp komist um Vefinn. Vefurinn allt. Hagsmunir hans ná yfir gröf og dauða og langt fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Siðferði, lög og reglur mega fjúka fyrir hagsmuni Vefsins. Vefurinn allt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: