- Advertisement -

Og þar fyrir eru verslanir Haga ömurlegar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Það er margt ógeðslegt í þessari frétt, hún er eins og innlit í haughús. Eitt það ógeðslegasta er að Samherji er ráðandi hluthafi þarna inni, ræður því sem hann vill í krafti 4,2% hlutar þar sem fulltrúar lífeyrissjóðanna, sem eiga megnið af þessu félagi, stjórnar ekki út frá hagsmunum sinna félagsmanna heldur út frá þeirri trú á félagslegar heildir, eins og t.d. lífeyrissjóðir og verkalýðsfélögin að baki þeim, hafi ekkert vit og þess vegna verði þeir að treysta í blindni forystu einhverja kapítalista, sem geta því ráðið þessum fyrirtækjum í krafti lítils eignarhlutar.
Og þar fyrir: Samherji er slíkt krabbamein á Íslandi (krabbamein eru frumur sem fjölga sér hraðar en aðrar frumur í hýslinum, lama starfsemi líffæra hýsilsins og drepa hann á endanum) að maður á náttúrlega ekki að láta sjá sig í verslunum sem Samherji stjórnar eða á hlut í. Það er eins og að kyssa vöndinn, fallast á vald kúgara síns.

Og þar fyrir eru verslanir Haga ömurlegar, minna orðið á kaupfélagsbúðirnar á hnignunarstigi samvinnuhreyfingarinnar. Sjáið t.d. Hagkaup út á Eiðistorgi, það hreint og beint lekur þunglyndið niður hyllurnar, grænmetið er myglað og verðið stjarnfræðilega hátt. Það ætti í raun að friða þessa búð sem eilífa áminningu um að kapítalisminn leiðir til fákeppni og einokunar, fábreytni og stöðnunar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: