- Advertisement -

500 milljón manns „geta keypt Ísland“

Líneik Anna Sævarsdóttir Framsókn og Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn. Ekki alveg sammála.

„Gildandi lagaumhverfi leiðir af sér að rúmlega 500 milljón manns geta keypt land og aðrar fasteignir hér á landi með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar,“ sagði Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki þegar hún mælti fyrir breytingum á lögum jarðir, jarðakaup og eignarhald.

Hún sagði brýnt að settar verði reglur um að skilgreind tengsl við Ísland séu forsenda fyrir eignarhaldi á jörðum hér á landi enda hefur ásókn fólks sem ekki er búsett á Íslandi eftir eignarhaldi á jörðum aukist á síðustu árum. „Þá eru dæmi um að sami aðili eigi fjölda jarða og fyrirsvar jarða sé óþekkt og óljóst.“

Jón Steindór Valdimarsson er ekki á sömu línu og Líneik Anna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er alls ekkert á móti því að menn setji almennar reglur um það hvernig við viljum að landið okkar sé nýtt og hvernig farið sé með auðlindir og þess háttar. Ég átta mig samt ekki á því af hverju nauðsynlegt er að hafa það sem útgangspunkt að þetta séu útlendingar. Ég átta mig ekki á því. Þeir þurfa eins og allir aðrir að lúta landslögum,“ sagði hann meðal annars.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: