- Advertisement -

70 milljarðar af skattfé

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkyingarinnar, sagði á Alþingi fyrir skömmu að loforð Framsóknarflokksins um að koma með 300 milljarða frá hrægömmum hafi ekki gengið eftir, þess í stað hafi ríkisstjórnin kynnt að verji eigi 70 milljörðum af skattfé til skuldaleiðréttinga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brást hart við málflutningi Árna Páls og sagðist vera búinn að reyna í langan tíma að skýra út fyrir Árna Páli, og öðrum, að leiðréttingin kosti ekki 300 milljarða. Hann sagði að auki að væri aðkoma ríkissjóðs einungis svigrúm meðan aðstæður eru sem þær eru.

Árni Páll hafði að auki áhyggjur af því fólki sem býr í félagslegumleiguíbúðum, en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, ná ekki til lögaðila, og þá ekki til þeirra félaga sem eiga félagslegar íbúðir.

Sigmundur Davíð sagði félagsmálaráðherra leggja fram minnisblað um þetta í ríkisstjórn innan skamms.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikið var um frammíköll meðan orðaskipti Sigmundar Davíðs og Árna Páls fóru fram.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: