- Advertisement -

73 ára megi vinna hjá hinu opinbera

Það fyrirkomulag er snúið fyrir báða aðila og hvorugum til hagsbóta.

Allir þingmenn Miðflokksins vilja að ríkisstarfsmenn fái að vinna þar til þeir verða 73 ára. Hámarksaldurinn nú er 70 ár. Þeir hafa lagt fram frumvarp um þetta.

Í greinargerðinni segir: „Með frumvarpi þessu er framangreindum hópum gert kleift að starfa hjá ríkinu til 73 ára aldurs standi hugur þeirra til þess en að sjálfsögðu geta embættismenn og aðrir ríkisstarfsmenn látið af störfum sjötugir eftir gildistöku laganna líkt og áður. Alkunna er að mikill auður liggur í reynslu og þekkingu starfsmanna sem unnið hafa sem sérfræðingar og embættismenn um langa hríð. Það er því bæði þeim og ríkiskerfinu til hagsbóta að almennir starfsmenn og embættismenn eigi kost á því að starfa lengur en til 70 ára aldurs ef þeir kjósa. Dæmi eru um að embættismenn og aðrir ríkisstarfsmenn séu ráðnir sem verktakar eftir starfslok til að sinna störfum sem þeir sinntu áður. Það fyrirkomulag er snúið fyrir báða aðila og hvorugum til hagsbóta. Nú þegar aldraðir gera ríkari kröfur en áður um fulla þátttöku í þjóðfélaginu lengur fram eftir aldri er bæði rétt og skylt að gera þeim það kleift með því að hækka hámarksaldur þeirra sem vinna hjá ríkinu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: