- Advertisement -

Verðum að snúa bökum saman, standa upp og fylgja Eflingu í grautarröðina

Stéttarfélög gegna lykilhlutverki í að viðhalda gangverki samfélags. Á næstu vikum og mánuðum er gríðarlega mikilvægt að við komum saman og snúum við umræðu byggðri á hugmyndafræði þess að launafólk beri stærstu byrðarnar af ótryggu efnahagsástandi. Við verðum að þrýsta á umræðu um stóru málin í samfélaginu. Mál eins og réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi sem gefur öllum möguleika á að koma þaki yfir höfuðið og stöðugleiki gjaldmiðilsins má nefna sem erindi sem við eigum við stjórnvöld, félagsmönnum okkar til heilla.

Við verðum að standa vörð um réttindi launafólks í umhverfi kjaraviðræðna og kjarasamninga. Umræðan um breytingu á vinnulöggjöf, sem byggist meðal annars á ummælum lögmanna sem áttu traust stéttarfélaga áður fyrr eða þeirra sem þreytast ekki á því að telja völd embættismanna ganga framar almannarétti, er beinlínis hættuleg launafólki þessa lands.

Við verðum því að snúa bökum saman, standa upp og fylgja Eflingu í grautarröðina. Íslensk stéttarfélög hafa ólík einkenni sem byggjast á mismunandi áherslum félagsmanna sinna. Við höfum öll það sameiginlega markmið að stuðla að réttlátari skiptingu auðæfanna og það er mun líklegra að með öflugri samstöðu fáum við meiri graut fyrir okkar félagsfólk.

Saman verðum við sterkari!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: