- Advertisement -

Nýjar fréttir frá Neytendavaktinni: Brauðið dýrara en úrvals parmaskinka

Hér eru tvær sannar reynslusögur neytenda. Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar ætlaði að svala þorstanum.

Hver ákveður þetta?

Hann skrifar: „Tuðmundur á neytendavaktinni. Kristall kostar 126 kr í Bónus. Kom við á Olís bensínstöð og ætlaði að grípa með mér kristal en hætti við, verð kr 315. Hver ákveður álagninguna hjá Olís? Þvílíkt okur.“

Það tjá sig nokkrir um verðið og meðal annars er bent á að Olís og Bónus séu nú í eigu þess sama, það er Haga og svo innkaupsverð ætti að vera það sama.

„Jú, þetta er hneyksli. Þótt þetta sé stórmarkaðspakkning þá er Black Forest skinka upprunaverndað fyrirbrigði, þetta er skinka sem er verkuð vikum saman eftir hefðbundnum aðferðum sem þú varst að borða. Stórmarkaðsbrauð er hins vegar aldrei merkilegur matur. Annað lofar einhverjum gæðum og er ódýrt. Hitt lofar engu og er dýrt.“

Hvaða rugl er þetta?

Svo er það blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson sem fór í Costco.

„Meðal þess sem ég keypti var talsvert stór pakkning af parmaskinku: (Black Forest Ham, a delicately flavoured ham from the Black Forrest, that has been cold smoked over pinewood.)

Þegar ég svo kom af golfvellinum í gær þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar, kom við í Hagkaup í Garðabæ og keypti mér Steinbakað Bastillubrauð til að hafa undir þessari hráskinku.

Heyrðu, það er ekkert með það — þetta reynist algjört gómsæti, þvílíkt jammí. Brauðið frábært, parmaskinkan stórkosleg og saman var þetta að dansa.

Nú ber til þess að líta að ég hef verið gersamlega ömurlegur neytandi; ég hef ekkert verðskyn, er talnablindur og átti í mesta brasi með stærðfræðina alla mína skólagöngu. Nema, ég fór að slá á þetta gróflega: Þessi risapakkning af því sem hingað til hefur talist algjört lúxjúrí á Íslandi, kostaði einhvern þrjú þúsund kall. Hún dugar, án þess að skorið sé við nögl, sem álegg á um það bil sex brauð — og þá erum við ekkert að tala um einhverjar ofursverar sneiðar. Og nú skal ekki dregið úr því að Steinbakað Bastillubrauð er verulega gott brauð, en það kostar sem sagt 700 kadl. 6 x 700 krónur eru 4.200 krónur. Sem sagt, brauðið undir þetta lúxusálegg er umtalsvert dýrara en áleggið!

Og ég bara spyr: Hvaða rugl er þetta?“

Meðal þeirra sem skrifa um skinkuna og brauðið er Gunnar Smári Egilsson. Hann skrifar meðal annars: Jú, þetta er hneyksli. Þótt þetta sé stórmarkaðspakkning þá er Black Forest skinka upprunaverndað fyrirbrigði, þetta er skinka sem er verkuð vikum saman eftir hefðbundnum aðferðum sem þú varst að borða. Stórmarkaðsbrauð er hins vegar aldrei merkilegur matur. Annað lofar einhverjum gæðum og er ódýrt. Hitt lofar engu og er dýrt.“

Hvað er að gerast?

Það er ekki bara að Costco bjóði okkur vörur á allt, allt öðru verði en við höfum kynnst til þessa. Í gangi er öflug vakning neytenda, sem er vel. Neytendavaktin mun standa sína vakt.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: