- Advertisement -

Costco nálgast íslensku okurbúðirnar

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Þarna kemur frá fulltrúa ASÍ bæði einkennileg trú á að kapítalisminn geti skaffað aukna samkeppni og frásögn sem sýnir að svo er ekki. Þegar Costco kom inn á íslenskan markað var verðið í Costco miklu lægra en á í öðrum verslunum, 40% lægra var ekki óalgengt.

Íslensku búðirnar lækkuðu sig þá eilítið en ekki niður til Costco. Síðan þá hefur Costco smátt og smátt hækkað sig upp til íslensku búðanna, gætt þess að vera ekki nema um 5-10% undir í lykilvörum. Eins og aðrir kapítalistar sér Costco enga ástæðu til að vera 40% undir samkeppnisaðilanum þegar 10% dugar til að vera langódýrastur, hvers vegna ætti kapítalisti að gefa almenningi 30% af verði vörunnar þegar hann getur hirt þetta sjálfur og stungið í vasann sem hreinum hagnaði.

Það sagði mér maður sem hafði hitt æðstu yfirmenn Costco í Ameríku að búðin á Íslandi væru sú búð innan Costco sem skilaði lang mestum hagnaði, Costco hefur aldrei séð annað eins. Ofan á eðlilega álagningu legst um 30% Íslandsálag, okurálag, sem rennur beint í hagnað til eigenda.

Frá því að Costco fór að hækka sig upp í átt að íslensku okurbúðunum hafa þær íslensku smátt og smátt hækkað sig, vitandi að Costco mun elta.

Frá því að Costco fór að hækka sig upp í átt að íslensku okurbúðunum hafa þær íslensku smátt og smátt hækkað sig, vitandi að Costco mun elta. Þetta er vel ásættanleg niðurstaða fyrir íslensku okrarana, þeir gáfu Cosco 15% hlut í öllu okrinu. Það er miklu betri niðurstaða fyrir okrarana en að lækka verðið um 30% á öllum markaðnum til fara í raunverulega samkeppni.

Dæmið er svona: Costco tekur 30% okurálagið af 15% af markaðnum sem gera um 45 m.kr. af hverjum milljarði í veltu á dagvörumarkaði. Ef okrararnir létu draga sig út í samkeppni myndu þeir tapa 30% af 85% af markaðnum til viðbótar, sem gera 255 m.kr. til viðbótar.

Niðurstaðan verður því sú að neytendur græða ekkert á aukinni samkeppni, Costco fær væna sneið en íslensku okrararnir geta haldið áfram að okra og draga til sín fé almennings í gegnum skipulagða fákeppni. Svona er Ísland í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: