- Advertisement -

Óbreytt starf Neytendasamtakanna

Stjórn og starfsfólk Neytendasamtakanna taka fram, á vefsíðu samtakanna, að starfsemin sé með óbreyttu sniði.

Þar segir að einhverjir starfsmenn séu í sumarfríi en skrifstofur samtakanna í Reykjavík og á Akureyri eru opnar.

Þar segir að stjórn, ásamt starfsfólki, vinni hörðum höndum að því að rétta af halla í rekstri samtakanna. Bjartsýni ríkir um að unnt verði að endurráða starfsfólkið hið fyrsta. „Rétt er að minna á félagsfundinn sem haldinn verður 17. ágúst næstkomandi. Dagskrá, staðsetning og nánari tímasetning verður auglýst fljótlega,“ segir þar ennfremur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: