- Advertisement -

Íslandsálagið: Lindex fær skammarverðlaunin

Gylfi Magnússon skrifar: „Neytendadeildin lagðist í rannsókn á Íslandsálaginu hjá nokkrum alþjóðlegum keðjum sem eru með verslanir á Íslandi. Miðað við gengið í dag, 30. okt., er það á bilinu 2,5% til 18,7%, alltaf hinum sárþjakaða íslenska neytanda í óhag.

Valdi 10 vörur af handahófi hjá hverri verslun og bar saman verðið hér annars vegar og í Danmörku eða Svíþjóð hins vegar. Miðað er við verð eins og það er gefið upp á netinu.

Lindex fær augljóslega skammarverðlaunin í þessu úrtaki en Nespresso kemst glettilega nálægt því að bjóða sama verð hér og í Danmörku (hjálpar væntanlega aðeins að virðisaukaskatturinn er lægri hér en í Danmörku, þ.e. 24% í stað 25%).

Væntanlega hjálpar það líka öllum keðjunum í svona samanburði að krónan íslenska hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Ef verðin hafa ekkert breyst enn vegna þess (þ.e. vörurnar eru á „gamla verðinu“ hér) þá var munurinn mun hærri áður en krónan tók að gefa eftir. T.d. var verðmunurinn þegar IKEA gaf út bæklinginn sinn 21,8% Íslendingum í óhag en er nú kominn niður í 10,5%.

Þetta er auðvitað skýringin á því að Íslendingar fara með troðfullar ferðatöskur heim frá útlöndum. Borgar sig greinilega að fylla þær af fötum en ekki af kaffihylkjum, hins vegar erfitt að koma heim með húsgögn í ferðatöskum. Verður spennandi að sjá hvað gerist þegar Íslendingar fá aðgang að netverslunum á EES svæðinu á sömu verðum og aðrir, þökk sé ESB. Það ætti að verða mikill búhnykkur fyrir íslensk heimili.

Fengið af Facebooksíðu Gylfa Magnússonar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: