- Advertisement -

Suðurgata 7 / Árbær (ekki á leið)

Menning Sýningin og útgáfan S7 – Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) sækir innblástur í starfsemi sem átti sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982.

Starfseminni var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að afkastamikilli sýningarstarfsemi sem og útgáfu tímaritsins Svart á hvítu.

Verkefnið leiðir saman tvær ólíkar stofnanir, Nýlistasafnið og Minjasafn Reykjavíkur. Í Nýlistasafninu er heimildasafn um listamannarekin rými. Þar á meðal er að finna heimildir tengdar galleríi Suðurgötu 7, en þetta er í fyrsta sinn sem starfsemi þess verða gerð skil. Minjasafn Reykjavíkur varðveitir húsið sjálft, Suðurgötu 7, sem var flutt í heilu lagi á Árbæjarsafn árið 1983 og þar má kynna sér sögu þess framundir aldamótin 1900.

Nú hefur fjórum ungum listamönnum  verið boðið að vinna ný verk fyrir sýninguna S7. Listamennirnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna verk sín inn í marglaga sögu hússins, arkitektúr þess og safnafræðilegt samhengi. Einnig hafa verið valin verk sem kallast á við þá sögulegu sviðsetningu sem sett hefur verið upp í húsinu; þau eru eftir listamennina Önnu Hrund Másdóttur, Örnu Óttarsdóttur, Arnar Ásgeirsson og Leif Ými Eyjólfsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: