- Advertisement -

Ef stjórnvöld vilja stríð, þá fá þau stríð

Samfélagið sem við búum við í dag er ekki gott samfélag. Það er fullt af reiði og beiskju. Stjórnvöld hafa farið um eins og þjófar að næturlagi og stolið öllum ávinningnum.

„Samfélagið sem við búum við í dag er ekki gott samfélag. Það er fullt af reiði og beiskju. Þetta er samfélag þar sem fólk þarf að neita sér um nauðþurftir á meðan aðrir vita ekki aura sinna tal. Þetta er samfélag þar sem alvarleg veikindi eða jafnvel bara meðganga, getur sett fjárhag fjölskyldunnar á hliðina. Þetta er ekki gott samfélag,“ þetta segir meðal annas í 1. maí ávarpi Afls, starfsgreinafélags.

Áfram skal gluggað í ávarpið: „Við höfum þannig náð prýðilegum árangri í að bæta laun þeirra lægst launuðu en á sama tíma hafa stjórnvöld farið um eins og þjófar að næturlagi og stolið öllum ávinningnum og síðan er efnt til rógsherferða gagnvart Alþýðusambandinu. Við kjósum svo alltaf aftur sömu höfðingjana til að stýra landi og þjóð. Púkinn á fjósbitanum er orðinn feitur.“

Skattar hafa margfaldast

„Skattar á lágmarkslaun hafa hækkað úr því að vera fjögur prósent í það að vera sautján prósent á síðustu tuttugu árum, eða með öðrum orðum, leiðrétting lægstu launa fer að mestu leyti beint í skattinn,“ segir í ávarpi Austfirðinganna.

Og svo þetta: „Nú horfum við hins vegar upp á vaxandi misskiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Alþingismenn, embættismenn ríkisins og stjórnendur fyrirtækja taka launahækkanir langt umfram venjulegt launafólk og skattar eru lækkaðir á stóreignafólk. Á sama tíma taka stjórnvöld kaupmáttaraukninguna frá hinum lægst launuðu með skattahækkunum og skerðingum bóta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: