- Advertisement -

Uppspretta verðmætasköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu

Iðnaður „Á Austurlandi eru fyrirtæki í fremstu röð í sinni grein sem eru uppspretta verðmætasköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu. Vel hefur tekist að tengja starf Verkmenntaskóla Austurlands þörfum fyrirtækja á svæðinu með tilheyrandi atvinnutækifærum fyrir ungt fólk. Þetta er öðrum landsvæðum til eftirbreytni,“ segir meðal í frétt, Samtaka iðnaðarins, í kjölfar stjórnar samtakanna til Austurlands.

Stjórn Samtaka iðnaðarins gerði sér semsagt ferð á Austurland í liðinni viku, heimsótti fyrirtæki á svæðinu og ræddi við starfsfólk og stjórnendur um horfur í atvinnumálum. Mikill kraftur og bjartsýni einkennir svæðið að mati stjórnar en á síðustu tíu árum hafa orðið stórkostlegar breytingar á atvinnulífinu á svæðinu sem byggjast á iðnaði og tæknivæðingu.

Stjórn SI samþykkti í kjölfarið eftirfarandi ályktun:

Stjórn Samaka iðnaðarins ásamt framkvæmdastjóra.
Stjórn Samaka iðnaðarins ásamt framkvæmdastjóra.
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Samtök iðnaðarins telja mikil vaxtartækifæri felast í áframhaldandi uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi. Mikil tækifæri eru m.a. til klasasamstarfs, nýsköpunar og verðmætasköpunar í tengslum við orkuiðnað og matvælavinnslu á svæðinu. Með markvissu gæðastarfi og framleiðniaukningu er enn hægt að bæta afkomu fyrirtækja og velsæld á svæðinu. Tenging markaðssvæða, bættar samgöngur, menntun, tæknilegir innviðir og góð heilbrigðisþjónusta eru lykilforsendur í því sambandi. Samtök iðnaðarins bjóða liðsinni sitt til að styðja við starf fyrirtækja og uppbyggingu á svæðinu. Samtökin benda á mikilvægi þess að stjórnvöld komi einnig að þessu með því að tryggja góð almenn starfsskilyrði, örugga orkuöflun, virkan útboðsmarkað og að fram fari uppbyggileg umræða um atvinnulífið á faglegum grunni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: