- Advertisement -

Blása á ríkisstjórnina og Svavar

„Þetta er því miður bara sýndarmennska sýnist mér. Það er enginn vilji til að taka á vandamálinu, fílnum í stofunni,“ er mat Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formann Rafiðnaðarsambandins og mögulegan frambjóðanda til forseta Alþýðusambandsins.

Svavar Gestsson, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, sér ástæðu til að fagna meintu samráði, eða einráði, ríkissjórnarinnar varðandi komandi kjarasamninga.

Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ, er með í umræðunni og hann er ekki spenntur: „Það er dálítið athyglisvert hvernig ríkisstjórnin hefur ,,endurskilgreint’’ kjararáðsdeiluna. Krafa verkalýðshreyfingarinnar hefur alltaf verið að þessar miklu hækkanir verði dregnar til baka, einkum ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar var hins vegar að leggja kjararáð niður og verja þessar hækkanir en hækka ekki laun þeirra þar til almenn laun hafa hækkað til jafns (getur tekið nokkur ár hjá ráðherrunum!). Það er því afar langsótt að leggja málið þannig upp að því sé lokið!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: