- Advertisement -

Fátækir látnir borga brúsann

Tillaga um 1% hækkun persónuafsláttar í fjárlagafrumvarpinu er dónaskapur gagnvart því fólki sem fjármagnaði aukinn ójöfnuð á nýfrjálshyggjuárunum.

Gunnar Smári er með tillögu: „Ég er með tillögu: Ekki láta hina ríku marka skattastefnuna, takið völdin af þeim. Setjið fulltrúa hinna verr settu í fjármálaráðuneytið. Það er löngu fullreynt með hin ríku. Þau ræna ríkissjóð, fella niður skattana sína, stela auðlindum og eignum almennings og láta hin fátæku borga brúsann.“

Gunnar Smári skrifar: Skattleysismörk hækka um 1% umfram hækkun neysluverðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi, en hrörnun skattleysismarka undanfarna áratugi hefur verið helsta ástæða aukinnar skattbyrði láglaunafólks, eftirlaunafólks, öryrkja og fólks með lægri meðaltekjur; auknum byrðum hefur verið skóflað yfir á láglaunafólk til að fjármagna léttari skattbyrði hálaunafólks, fyrirtækja og fjármagns. 1% hækkun persónuafsláttar hækkar skattleysismörkin úr 145.898 kr. í 147.358 kr. og lækkar skatta láglaunafólks um 539 kr. á mánuði.

Þetta er brandari dagsins. Ef skattleysismörk hefðu haldið í við launaþróun frá 1991 væru skattleysismörk í dag tæpar 317 þús. kr. Mismunurinn frá skattleysismörkum dagsins í dag, 171 þús. kr., er upphæðin sem ríkið tekur af fátæku fólki; öryrkjum, eftirlaunafólki og lægst launaða fólkinu, um hver einustu mánaðamót til að fjármagna skattalækkanir til hinna ríku.

Tillaga um 1% hækkun persónuafsláttar í fjárlagafrumvarpinu er dónaskapur gagnvart því fólki sem fjármagnaði aukinn ójöfnuð á nýfrjálshyggjuárunum.

Ég er með tillögu: Ekki láta hina ríku marka skattastefnuna, takið völdin af þeim. Setjið fulltrúa hinna verr settu í fjármálaráðuneytið. Það er löngu fullreynt með hin ríku. Þau ræna ríkissjóð, fella niður skattana sína, stela auðlindum og eignum almennings og láta hin fátæku borga brúsann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: