- Advertisement -

Hörður Torfason vildi ekki ASÍ

„Alþýðusambandið og forysta þess hefur verið gagnrýnd fyrir að gera sig ekki gildandi á Austurvelli og ég get alveg viðurkennt hér að það kom svo sannarlega til álita á sínum tíma. Þegar málið var tekið upp við þá sem stóðu að mótmælunum á Austurvelli – Hörð Torfason og félaga – vorum við einfaldlega beðin um að halda okkur fjarri!“

Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands, meðal annars í setningaræðu sinni, á þingi ASÍ, sem jafnframt er kveðjuræða Gylfa.

Hann segir Hörð Torfason hafa sagt að mótmælin hafa átt að vera vettvangur grasrótarinnar en ekki skipulagðra samtaka, hvort sem það væru stjórnmálaflokkar eða verkalýðsfélög. „Við sem skipuðum forystusveit ASÍ þá féllumst einfaldlega á þessa nálgun, því okkar beið annað hlutverk og engu minna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: