- Advertisement -

Uppgjöf er ekki í boði

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Sólveig Anna skrifar: Þau sem ofar dvelja í hinu efnahagslega og samfélagslega stigveldi verða að una því að við sem tilheyrum stétt verka og láglaunafólks fáum að færast nær þeim í lífsgæðum. Þau verða að axla ábyrgðina á „stöðugleikanum“ með því að umbreyta ekki krónutöluhækkunum okkar í prósentur fyrir sig.Það er ekki hægt að segjast styðja jöfnuð í þjóðfélaginu en hafna svo ábyrgð á því að við getum færst örlítið nær slíkumveruleika.

Prósentuhækkanir upp allan launastigann eru næringin fyrir aukningu misskiptingar og stéttaskiptingar. Krónutöluhækkanir handa vinnuaflinu og svo auðvitað sambærilegar hækkanir til handa öryrkjum og lífeyrisþegum eru það sem við þurfum til að hefja vegferðina í átt að alvöru jöfnuði. Og svo auðvitað skattkerfi sem snýst um að jöfnuð, sem vinnur að réttlæti en ekki skattkerfi sem snýst um að hygla þeim sem best hafa það.

Þetta er leiðin sem við erum á; að tryggja að Ísland sé gott land fyrir öll sem það byggja.

Að sætta sig við eitthvað minna er uppgjöf og hún er ekki í boði.

Enga uppgjöf, samstöðu alla leið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: