- Advertisement -

Töluverðar hækkanir á þurrvöru frá því í haust

„Þurrvörur, brauð, kex, sælgæti og snakk hækkaði mest í verði í flestum verslunum á átta mánaða tímabili frá hausti 2018 fram á sumar 2019.“

Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun ASÍ.

Verðhækkanir mátti finna í öllum þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru. Verð hækkaði oftast í Hagkaup eða í 38 tilvikum af 49 en sjaldnast í Iceland eða í 9 tilvikum af 49. Þá voru verðhækkanir einnig mestar í Hagkaup. Þetta sýna gögn verðlagseftirlits ASÍ sem safnað var dagana 10. október 2018 og 3. júní 2019. Þær verslanir sem samanburðurinn nær til eru Bónus, Krónan, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Iceland og Kjörbúðin.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Mestar verðhækkanir voru hjá Hagkaup.

Mestar verðhækkanir, á þeim vörum sem verðlagseftirlit ASÍ skoðaði, voru hjá Hagkaup en mjög miklar hækkanir voru þar í öllum vöruflokkum. Þannig hækkaði verð oftast í Hagkaup eða í 38 tilvikum af 49 og í 25 tilvikum af 49 voru mestu verðhækkanirnar í Hagkaup. Sjaldnast hækkaði verð í Iceland eða í 9 tilvikum af 49. Í öðrum verslunum hækkaði verð í um 40% tilfella eða í 21 tilvikum af 49 í Bónus, 22 tilvikum í Krónunni, 23 tilvikum í Nettó, 20 tilvikum í Fjarðarkaupum og 20 tilvikum í Kjörbúðinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: