- Advertisement -

Fátæktargildra millistéttarinnar

Skatt­leys­is­mörk ákveðin af nánös duga eng­an veg­inn til að skapa ein­stak­ling­um það svig­rúm…

Stórkaupmaðurinn, Jóhann J. Ólafsson, skrifar aftur grein í Moggann.

„Meiri eigna­jöfnuður í þjóðfé­lag­inu gæti verið þátt­ur í að milda af­leiðing­ar fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar og gefa fólki meira svig­rúm og tíma til þess að bregðast við,“ segir meðal annars í grein Jóhanns.

Síðar í greininni er þetta að finna:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Er Bjarni nánösin?

„Ein helsta ástæða fá­tækt­ar­gildru millistétt­ar­inn­ar er sú staðreynd að hún fær ekki að draga neinn kostnað frá tekju­skatti og fjár­magn­s­tekju­skatti, svo sem vaxta­kostnað, viðhald, lækn­isþjón­ustu, mennt­un­ar­kostnað og ýms­an kostnað sem leiðir til betri efna­hags og fram­fara. Skatt­leys­is­mörk ákveðin af nánös duga eng­an veg­inn til að skapa ein­stak­ling­um það svig­rúm og frelsi sem hann á rétt á til að þrosk­ast og efn­ast. Auk þess er skatt­heimta sí­fellt meir að fær­ast yfir í flata, beina og ósýni­lega skatta. Var ein­hver að tala um gagn­sæi?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: