- Advertisement -

Embættisdólgar í Seðlabankanum

- Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins í Samherja, sparar sig hvergi þegar hann fjallar um stjórnendur Seðlabankans.

„Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum.“

„Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða,“ segir Baldvin Þorsteinsson, sem er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar í Samherja, þegar hann skrifar í Fréttablaðið í dag.

„Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka,“ segir Baldvin.

Málarekstur Samherja og Seðlabankans er þrátt fyrir allt í óvissu. Ekki er vitað hvort Seðlabankinn áfrýji dæmi Héraðsdóms. Því er hugsanlega hálfleikur í dómsmálinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Örvæntingarfull lokatilraun

„Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald,“ skrifar Baldvin.

Fleiri en Samherji

„Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar.

Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið,“ segir Baldvin ennfremur.

Öll grein Baldvins er hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: