- Advertisement -

Dýr­asta hús­ið á lang­dýr­ustu lóðinni

„Al­var­leg­ast varðandi bygg­ingu þessa glæsi­húss er þó að banka­stjórn Lands­banka Íslands freist­ar þess að telja þjóðinni, eig­end­um bank­ans, trú um að með þess­um hætti spar­ist stór­ar fjár­hæðir. Það þarf ekki mikla snilli til að sjá að það get­ur ekki kostað minna að hýsa banka í dýr­asta hús­inu á lang­dýr­ustu lóðinni í Reykja­vík en að nýta mun ódýr­ara hús­næði á miklu ódýr­ari lóðum fjær miðborg­inni. Svo virðist þó sem stjórn Lands­bank­ans haldi enn fram þeirri skoðun að verið sé að gera eig­end­um bank­ans, ís­lensku þjóðinni, stór­an greiða. Ekki aðeins muni þjóðin eign­ast einn glæsi­leg­asta banka heims, held­ur muni kostnaður af rekstri bank­ans drag­ast svo mjög sam­an að hagnaður stór­auk­ist. Um­sjón­ar­menn bank­ans, Banka­sýsla og rík­is­stjórn hafa valið þann kost að trúa full­yrðing­um banka­stjórn­ar­inn­ar og láta málið af­skipta­laust.“

Halldór S. Magnússon, fyrrum bankamaður, skrifaði í Mogga gærdagsins. Hér er hluti greinarinnar.

„Und­ir­ritaður tel­ur full­víst að all­ar full­yrðing­ar stjórn­ar Lands­bank­ans um hag­kvæmni glæsi­bygg­ing­ar við Reykja­vík­ur­höfn reyn­ist víðs fjarri öll­um raun­veru­leika. Þjóðin muni sitja uppi með um­tals­verðan auka­kostnað af æv­in­týr­inu en eng­inn mun telja sig bera ábyrgðina. Banka­stjórn­in mun viðhafa þá af­sök­un að áætlan­ir hafi ekki reynst rétt­ar, Banka­sýsl­an og rík­is­stjórn treystu banka­stjórn­inni! Sömu menn munu halda áfram á sömu braut og málið gleym­ist áður en nýr dag­ur rís.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: