- Advertisement -

Meirihlutinn varð sér til skammar

…endalausar persónulegar deilur innan Ráðhússins…

Gunnar Smári skrifar:

Þá er lokið þriggja vikna verkfalli láglaunafólksins í Reykjavík, sem gengur frá velli með nokkra leiðréttingu á skammarlegum launum sínum og sigur á ófyrirleitnum borgaryfirvöldum í þessari deilu. Meirihlutinn í borginni gengur hins vegar frá þessum viðskiptum með skömmina eina, yfir að hafa dregið samninga við starfsfólk sitt í næstum ár og kallað verkfallsaðgerðir yfir borgarbúa, með miklum óþægindum fyrir fjölda fólks.

Til hvers? Tvö drottningarviðtöl á RÚV til að barma sér yfir hvað lágstéttin er heimtufrek og siðlaus? Samsæriskenningar um að það væri vel hægt að kúga láglaunafólkið ef ekki fyrir helvítis sósíalistana? Eða að sósíalistar vilji ekki bætt kjör verkafólks heldur bara verkföll og læti? Hegðun meirihlutans í þessari deilu er til algjörrar skammar. Og sýnir að stjórnleysi í framkvæmdum, endalausar persónulegar deilur innan Ráðhússins og algjört getuleysi til að mæta vanda borgarbúa í húsnæðismálum, svo dæmi sé tekið, á rót í djúpri siðspillingu elítustjórnmálanna, sem er komin á hættulegt stig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: