- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn fær 95 prósent

Gunnar Smári skrifar:

Tölvuspáin, sem byggir á aðgerðum ríkisstjórna á liðnum áratugum, segir að SA, Viðskiptaráð og önnur hagsmunasamtök fyrirtækja- og fjármagnseigenda muni eiga um 95% af tillögunum í pakkanum og Alþýðusambandið 5%. Sjálfstæðisflokkurinn fær að leggja af skatta og styrkja hin ríku, Framsóknarráðherrar fá peninga í ráðuneyti sín (flokkurinn er ekki lengur með neina grasrót eða samfélagshóp sem hann berst fyrir) og VG fær eitthvað smá sem túlka má sem grænt eða femínskt. Pakkinn mun enn ýta undir samþjöppun valds og auðs til hinna fáu. Sem fyrr gleymast þeir hópar sem standa veikast. Þessu verður fylgt úr hlaði með hefðbundnum líkingum úr sjómannamáli og talsmáta íþróttafólks; allir í sama báti, skafl fram undan, auðurinn verður til hjá hinum ríku, kommaso og húúú.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: