- Advertisement -

Að eltast við það sem ekki er til

Hafa væntanlega nóg með að sinna öðrum brýnni málum.

Jón Örn Marinóss skrifaði:

Mikil dæmalaus endileysa er í gangi hjá skattyfirvöldum sem eru nú í dauðaleit að „raunverulegum eigendum félaga“. Kerfið sleppti að vísu húsfélögum en starfsmenn þess eru hins vegar með hlaðin byssuhlaupin á eftir félögum fólks sem á sumarbústaði í þyrpingu hingað og þangað um landið og krefjast að viðlögðum dagsektum upplýsinga um „raunverulega eigendur“ sem eru engir til fremur en að til séu „raunverulegir eigendur“ hjá húsfélögum.

Félög sumarhúsaeigenda eru í engum rekstri til tekjuöflunar, þau eiga engar eignir og engir „eigendur“ eiga þessi félög. Þau eru samráðsvettvangur og gegna sama hlutverki og húsfélög, koma fram fyrir hönd sumarhúsabyggðar í samskiptum við sveitarfélagið og sjá um sameiginlegar framkvæmdir eins og t.d. vegaviðhald í sumarhúsabyggð og innheimta þá kostnað vegna slíkra framkvæmda. Skattyfirvöld ættu að láta strax af þessari vitleysu. Þau hafa væntanlega nóg með að sinna öðrum brýnni málum en að eltast við það sem ekki er til.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: