- Advertisement -

Vald er hrygningarstaður spillingar og ofríkis

Sigurþór Jakobsson skrifar:

Mynd: Lokaverk í þríleiknum um hrunið: „Sáttmálinn“ 2013. Acryl á striga. Stærð: 200×150.

Þegar þúsundir manna urðu eignalausir á einni nóttu meðan aðrir mökuðu krókinn.

Stjórnmálaflokkar með ráðandi kapítalista innanborðs eru illkynja æxli í þjóðarlíkamanum og spillingin sem þar hefur þrifist hefur gert marga að föntum og illmennum. Peningahyggjan hefur afvegaleitt hið ótrúlegasta fólk svo það getur ekki haldið í heiðri og lifað við þann einfalda sannleik að reyna koma vel fram við náunga sinn – eins og það vill að hann komi fram við sig. Hlustar ekki á heiðvirt fólk þegar það vill leggja eitthvað gott til málanna. Tala ekki um þegar meiri hluti þjóðar vill breytingar eftir hörmulega reynslu af stjórn landsins fyrir og eftir hrun. Þegar þúsundir manna urðu eignalausir á einni nóttu meðan aðrir mökuðu krókinn. Þá var margt heilagt i hugum fólks gjaldfellt, snúið á haus, eins og orðtakið: „Með lögum skal land byggja“ sem er hreinasta öfugmæli í dag. Þar sem er VALD, er hrygningarstaður spillingar og ofríkis. Lítið er tekið eftir því í fyrstu vegna leyndarhyggjunnar allt um kring en vex með árunum, sé ekkert að gert. Man sjálfur eftir hernum og heyrði talað um hermang. Saga er sögð um mann, hátt settan íþjóðfélagsstiganum, (ekki á þvottakonulaunum) sem lagðist svo lágt að neðar varð ekki komist í lifanda lífi. „Líklega hefur þetta glatt hans svörtu sál,“ varð Helgu gömlu að orði, fjölskylduvini okkar á Bergstaðastrætinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: