- Advertisement -

Segir Dag fara gegn læknaeiðinum

Skoðun „Ég þekki vel starf læknisins og hvað þar liggur að baki. Sömuleiðis þekki ég starf stjórnmálamannsins, þar sem oft liggur lítið að baki, bæði varðandi menntun, reynslu og afrek í lífinu. Ég tel að læknir með lækningaleyfi, sem svarið hefur læknaeiðinn, geti ekki leyft sér að ganga á almanna- og öryggishagsmuni, í þágu lýðskrums og pólitísks ávinnings. Þess vegna átel ég framgöngu Dags B. Eggertssonar, þegar hann tekur þátt í kröfugerð samtaka samkynhneigðra um að samkynhneigðir megi vera blóðgjafar, þrátt fyrir að nær öll lönd og fræðimenn telji áhættuna af því óverjandi,“ skrifar Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri og læknir, á Facebooksíðu sína.

Ólafur segir að Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans,hafa staðfest þetta, en Sveinn „…býr að yfirburðaþekkingu um málið, auk þess að hafa verið starfandi læknir um langa hríð og aflað sér víðtækrar reynslu. Ekkert þessu á við um borgarstjórann unga og „frjálslynda.“ Rétt er að taka fram að fjöldi fólks getur ekki gefið blóð, vegna ýmissa sjúkdóma eða lyfjatöku, sem þó væri hvergi nærri eins alvarleg ógn og blóðgjöf áhættuhópa fyrir eyðni og lifrarbólgu. Hippókratesareiðurinn leggur áherslu á að læknir gæti í hvívetna hagsmuna skjólstæðings síns. Þess vegna ætti enginn læknir að hamast gegn því, að blóðgjafir séu takmarkaðar með hagsmuni blóðþega að leiðarljósi. Það hentar lýðskrumurum að gera flókin mál einföld og væri líkt þeim að fylgja því eftir með að veita fleirum en læknismenntuðum aðilum lækningaleyfi, eins og fv. heilbrigðisráðherra og læknahatari Álfheiður Ingadóttir vildi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: