- Advertisement -

Samfylkingin ræður ríkisstjórninni

Skoðun „Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem hugsar fyrst og fremst um að friða stjórnarandstöðuna en veltir lítið fyrir sér hvað hennar eigin stuðningsmenn vilja að gert verði.“ Þetta segir Týr Viðskiptblaðsins.

Tilefnið er skipan seðlabankastjóra. „Af þeim þremur mönnum sem helst koma til greina við skipun seðlabankastjóra er Friðrik Már Baldursson sá sem Samfylkingin vill helst að hljóti starfið. Nokkrir álitsgjafar vinstrimanna, menn eins og Stefán Ólafsson og Illugi Jökulsson, munu skrifa reiðipistil á Eyjuna ef Ragnar Árnason verður skipaður. Enda hefur Ragnar unnið sér inn andúð þeirra vegna skrifa sinna um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðan Friðrik er skoðanabróðir Stefáns og Illuga í ESB málinu og var það líka í Icesave deilunni.“

Týr segir Má Guðmundsson eiga stuðning Ólafs Ragnars Grímssonar og Össurar Skarphéðinssonar vísan, en fárra annarra sem Týr veit um. „Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.“

Gera helst það sem Samfylkingin vill

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Núverandi ráðherrar vilja fyrst og fremst að pólitísk „sátt“ verði um ákvarðanir þeirra. Það þýðir í raun að þeir gera helst það sem Samfylkingin vill, og það sem þeir halda að ekki verði gagnrýnt af bloggurum,“ segir Týr.

Og áfram: „Utanríkisráðherra lagði fram tillögu um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Samfylkingin brást ókvæða við. Benedikt Jóhannesson hélt útifund. Ríkisstjórnin lagði ekki í að afgreiða málið.“

„Það er lítil spenna um skipun seðlabankastjóra. Þar mun ríkisstjórnin eins og í öðrum málum reyna að ná almennri sátt um vilja Samfylkingarinnar.“
„Það er lítil spenna um skipun seðlabankastjóra. Þar mun ríkisstjórnin eins og í öðrum málum reyna að ná almennri sátt um vilja Samfylkingarinnar.“

Ríkisstjórnin hætti við að afturkalla

Týr skrifar um náttúrverndarlögin: „Umhverfisráðherra tilkynnti að hann vildi láta afturkalla nýgerðar breytingar á náttúruverndarlögum sem allar voru í anda vinstrimanna. Stjórnarandstaðan varð bálreið. Mörður bloggaði. Ríkisstjórnin hætti við að afturkalla breytingarnar.“

Og eins þetta: „Vinstristjórnin setti reglur um kynjakvóta í stjórnum einkafyrirtækja. Núverandi ráðherra málaflokksins, sem barðist gegn lagasetningunni þegar hún var í stjórnarandstöðu, hætti við að láta afturkalla lögin þegar í ljós kom á fundi að ekki yrði alger samstaða um það.“

Lítil spenna um seðlabankastjóra

Og að lokum: „Dæmin í þessa veru eru ótrúlega mörg. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem hugsar fyrst og fremst um að friða stjórnarandstöðuna en veltir lítið fyrir sér hvað hennar eigin stuðningsmenn vilja að gert verði.

Ríkisstjórnin hafði ekki einu sinni kjark til að skipa Geir Haarde sendiherra nema gera Árna Þór Sigurðsson, formann utanríkismálanefndar Jóhönnustjórnarinnar og einn harðasta Icesave og ESB-umsóknarsinnann, að sendiherra líka.

Það er lítil spenna um skipun seðlabankastjóra. Þar mun ríkisstjórnin eins og í öðrum málum reyna að ná almennri sátt um vilja Samfylkingarinnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: