- Advertisement -

Hanna Birna segi ekki af sér

Skoðun „Getur þannig fyrst komið til álita að krefjast þess með réttmætum hætti að ráðherra segði af sér ef það sannaðist að hann hefði brotið gegn lögum,“ segir meðal annars í grein sem Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, skrifar og birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Eiríkur kemst að því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi ekki brotið lög og beri því ekki að segja af sér.

„Rannsókn lögreglunnar er nú lokið og málið hefur verið sent ríkissaksóknara. Framhald málsins getur þá verið þannig að ríkissaksóknari gefi út ákæru, hann sendi málið á ný til lögreglunnar til frekari rannsóknar eða að hann felli það niður.

Vegna þessa máls hafa verið háværar raddir um að innanríkisráðherra eigi að segja af sér embætti. Nokkrir aðilar hafa talið sig umkomna að krefjast þess hreinlega. Aðrir hafa veitt það álit sitt opinberlega að „heppilegt“ eða „hreinlegra“ væri að innanríkisráðherra segði af sér. Til að ráðherra sé rétt að segja af sér hlýtur að þurfa að gera þá lágmarkskröfu að hann hafi brotið gegn embættisskyldum sínum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hanna Birna ber ekki persónulega ábyrgð

„Getur þannig fyrst komið til álita að krefjast þess með réttmætum hætti að ráðherra segði af sér ef það sannaðist að hann hefði brotið gegn lögum. Rétt er að líta á það hvort þetta umrædda mál er þannig vaxið. Í umræðunni virðast helst þrjár ástæður, einar sér eða eftir atvikum allar saman, hafa verið taldar eiga að réttlæta afsögn ráðherrans. Verða þessar ástæður nú raktar og reynt að leita svara við því hvort þær geti kallað á afsögn ráðherra.

Í fyrsta lagi hefur því verið haldið fram að ráðherrann sjálfur hafi gerst brotlegur við framangreind lög. Ekkert virðist benda til þess. Í rannsókn málsins eru tilteknir starfsmenn innanríkisráðuneytisins grunaðir um lekann en ekki ráðherra sjálfur, ef marka má opinbera umræðu. Virðist þessi réttlætingarástæða fyrir afsögn ráðherrans því með öllu rakalaus.

Í öðru lagi hefur því verið haldið fram að starfsmenn innanríkisráðuneytisins hafi brotið gegn lögum með því að leka trúnaðarupplýsingum og vegna þess eigi æðsti yfirmaður ráðuneytisins, ráðherrann sjálfur, að segja af sér. Sama er um þessa ástæðu að segja og greindi um þá fyrstu. Ekki er fyrir fram hægt að draga þær ályktanir að ráðherra sé brotlegur sjálfur þó að starfsmenn hans hafi gerst brotlegir við lög með þessum hætti. Ráðherra ber ekki persónulega hlutlæga ábyrgð á verkum starfsmanna sinna, í öllu falli ekki refsiábyrgð. Hér má t.d. hafa til hliðsjónar ákvæði laga um ráðherraábyrgð. Er því fjarri lagi unnt að réttlæta afsögn á þessum grunni.“

Stefán staðfestir frásögn Hönnu Birnu

„Í þriðja lagi hefur því verið haldið fram að ráðherra hafi »þrýst á« lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Sú ásökun virðist einkum hafa komið fram hjá tilteknu dagblaði. Í kjölfar þess að blaðið birti þá skoðun sína óskaði umboðsmaður Alþingis eftir svörum frá ráðherra um samskipti hans við lögreglustjórann. Ráðherra hefur viðurkennt að hafa rætt við lögreglustjórann eftir að rannsóknin hófst en hefur jafnframt afdráttarlaust neitað því að hafa beitt hann þrýstingi vegna málsins. Það sem meira er, lögreglustjórinn sjálfur hefur staðfest þetta opinberlega. Hann hefur raunar staðfest að yfirlýsingar ráðherrans séu að öllu leyti í samræmi við sannleikann. Aðrar skýringar á samtölum þessara tveggja embættismanna, og sjónarmið um að eitthvað annað hafi átt sér stað heldur en þau eru sammála um, hljóta því að teljast óframbærilegar. Þessi ástæða þeirra sem krefjast afsagnar ráðherrans er þar af leiðandi því sama marki brennd og aðrar framangreindar ástæður; hún fær ekki staðist.

Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið eru ásakanir um lögbrot ráðherrans og kröfur um afsögn haldlausar ef litið er hlutlægt á atburðarásina.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: