- Advertisement -

Ísland og bandalag hinna viljugu þjóða

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skrifar:

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.

Árið 2003 ákváðu þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra að Íslendingar gerðust aðilar að „bandalagi hinna viljugu þjóða“ sem studdu innrásina í Írak. Enn sér ekki fyrir endann á þeim hörmungum sem þessi innrás leiddi af sér. Nú hefur verið stofnað annarskonar „bandalag hinna viljugu þjóða“ og í þetta sinn til að skjóta skjólshúsi yfir þau börn sem geta enga björg sér veitt á landamærum Grikklands og Tyrklands. Við eigum að vera í þessu bandalagi og fyrsta verkefnið ætti að vera að hlúa að þeim börnum á flótta sem nú eru á Íslandi og stöðva fyrirhugaðan flutning þeirra til Grikklands.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: