- Advertisement -

Leigubílstjórar lagðir í einelti

Þorsteinn Sæmundsson:
Atvinnuleyfið verður þar með söluvara fyrir aðra.

„Svo virðist sem leigubílstjórar séu nánast lagðir í einelti af stjórnsýslunni þessa dagana,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.

„Þeir fá ekki hlutdeildarbætur, þeim er veitt heimild til að sækja um atvinnuleysisbætur gegn því að þeir skili inn atvinnuleyfi sínu. Atvinnuleyfið verður þar með söluvara fyrir aðra. Við sömu kringumstæður nú er búið að boða af hálfu Samgöngustofu að ný leyfi verði gefin út í þessu ástandi þegar stéttin sem um ræðir er með u.þ.b. 5–10% innkomu miðað við það sem verið hefur í eðlilegu ástandi,“ sagði Þorsteinn.

„Ofan í kaupið fá leigubílstjórar ekki undanþágu frá tveggja metra reglunni, eins og t.d. strætisvagnar fá. Nú ætla ég að vekja athygli á því að mjög margir leigubílar eru þannig útbúnir og af þeirri stærð að menn hafa þegar innréttað þá þannig að tveggja metra reglan er í heiðri höfð. Mér þykir með miklum ólíkindum að svona sé gengið fram gegn einni stétt og ég skora á viðkomandi yfirvöld, Vinnumálastofnun, samgönguyfirvöld og samgönguráðherra, að bæta hér úr hið fyrsta,“ sagði Þorsteinn.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: