- Advertisement -

Lengri langir biðlistar á Landspítala?

Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki og varaformaður fjárlaganefndar, er ekki á því að þurfi að setja meiri peninga til Landspítalans vegna heimsfaraldursins. Hann vill að Landspítalinn „hagræði“. Haraldur hefur helst vakið athygli fyrir að vera félagi í fýlupúkafélagi síns flokks.

Fram hefur komið að hlutverk fjárlaganefndar er svipur hjá sjón sem miðað við það sem áður var. Starfsfólk fjármálaráðuneytis og ráðherrann þar á bæ semja fjárlögin, að mestu. Því er óvíst hvaða umboð Haraldur hefur til að tjá sig eins og hann gerir.

Það er Mogginn sem segir frá fyrirhuguðum þrengingum á Landspítala. Þar segir:

„Ljóst er að bók­hald Land­spít­ala það sem af er ári hef­ur lit­ast mjög af heims­far­aldri kór­ónu­veiru. Farið hef­ur verið í kostnaðarsam­ar fram­kvæmd­ir auk þess sem víðtæk­ar skimanir og grein­ing­ar hafa verið fram­kvæmd­ar. Þá má gera ráð fyr­ir að áhrif far­ald­urs­ins séu ekki öll kom­in fram.“

Þá er komið að Haraldi: „Við þekkj­um ekki af­leiðing­ar far­ald­urs­ins. Það verður til dæm­is auk­inn kostnaður vegna sjúkraþjálf­un­ar og af ann­arri fram­haldsmeðferð. Síðan hef­ur þurft að ráðast í mikl­ar fjár­fest­ing­ar og fara í grein­ing­ar og sýna­tök­ur, þannig að viðbót­ar­kostnaður­inn verður ein­hver.“

Og hvað segist Haraldur vilja gera:

„Spít­al­inn er með gríðarlega mögu­leika til for­gangs­röðunar fjár­muna og ráðuneytið hef­ur verið að reyna að herða að út­gjalda­vexti síðustu ára. Svo þarf einnig að fara í önn­ur mik­il­væg verk­efni eins og til dæm­is rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila.“

Er ekki verið að segja okkur að Haraldi hefur verið tjáð úr fjármálaráðuneytinu að herða eigið að Landspítalanum. Lengja löngu biðlistana? Mogginn spurði ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: