- Advertisement -

Ósáttir vilja nýjan hægri flokk

Vandræði Bjarna Benediktssonar aukast mögulega enn frekar.
Skjáskot: Biitð.

„En þar að auki hefur um skeið verið orðrómur á sveimi um það, að einhverjir fyrrum sjálfstæðismenn, sem starfa á vettvangi viðskiptalífsins, undirbúi nýtt framboð,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á heimasíðu sína Styrmir hefur góð sambönd svo ganga verður út frá þessu sem vísu.

„Jafnframt hefur lengi verið vitað að þeir, sem áður störfuðu innan Alþýðuflokksins, séu ósáttir við framvindu mála innan Samfylkingar og vilji endurvekja þann gamla flokk,“ bætir hann við.

„Það er því ekki hægt að útiloka að nýir flokkar og framboð sjái dagsins ljós á næstu 12 mánuðum eða svo.“ Samkvæmt þessu er mögulegt að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar klofni enn frekar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir gerir ráð fyrir að komandi kosningar verði nýverandi stjórnarflokkum erfiðir.

„Þingkosningar í skugga efnahagslegra erfiðleika og þar að auki heilsufarsvandamála eru líklegar til að verða erfiðar fyrir þá flokka og einstaklinga, sem hafa landstjórnina með höndum.“

„Líkurnar á að þær óvenjulegu aðstæður, sem nú ríkja verði stjórnarflokkunum erfiðar í þingkosningum eru því miklar, þótt ekki sé hægt að útiloka að kjósendur komizt að þeirri niðurstöðu að bezt fari á því að þeir, sem sátu við stjórnvölinn í upphafi þessara tíma ljúki því verki,“ skrifar Styrmir á styrmir.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: