- Advertisement -

Borgin sagði nei við ferðaþjónustuna

Meirihlutinn telur óþarft að tryggja skólabörnum mat.

„Þannig hafnaði meirihluti borgarstjórnar að taka jákvætt í erindi Samtaka ferðaþjónustunnar sem liggur fyrir þessum fundi borgarráðs, um að lengja í greiðslum vegna fasteignagjalda. Þá er því hafnað að taka þátt í ferðagjöfinni með borgargjöf sem myndi styrkja rekstraraðila í borginni um meira en 300 milljónir í gegnum erfiðan vetur,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokki í borgarráði.

Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir og bókuðu: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mjög mikilvægt að hlustað sé á atvinnulífið hvað varðar einfaldara regluverk og álögur. Það er jákvætt að fulltrúar úr atvinnulífinu komi inn á fund borgarráðs. Nú sér fyrir endann á faraldrinum og því enn mikilvægara að verja útsvarsstofn borgarinnar með því að styðja atvinnulífið í gegnum þennan erfiða vetur.“

Þá segja borgarráðsfulltrúarnir: „Ríkið hefur komið með aðgerðir til viðspyrnu í atvinnulífi og Reykjavíkurborg þarf að gera slíkt hið sama. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram fimm tillögur til viðspyrnu vegna COVID-19 á síðasta fundi borgarstjórnar. Þær tillögur voru felldar. Það var köld kveðja til þessara aðila sem send var úr Ráðhúsinu með því.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfstæðismenn vitna til Alþingis: „Tekið skal fram að samstaða var um ferðagjöfina á Alþingi og enginn þingmaður greiddi atkvæði á móti þeirri samþykkt. Hér er brugðist öðru vísi við. Þessi meirihluti hafnar því einnig að lækka álögur á húsnæði eins og mælt er með í samkeppnismati OECD. Þá samþykkir hann ekki ráðgjafatorg fyrir fólk í vanda sem þó er ljóst að þörf er fyrir. Og meirihlutinn telur óþarft að tryggja skólabörnum mat eins og lagt er til í tillögunni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: