- Advertisement -

Segir samtökin vera óþörf og „tilgangslaust millistykki“

Vigdís Hauksdóttir.

„Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. nóvember 2020, varðandi fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs,“ segir í fundargerð borgarráðs. Erindið var samþykkt.

Vigdís Hauksdóttir var ákveðið á móti og bókaði:

„Enn stækkar báknið og er það óásættanlegt. Hækkunin nemur 10% sem er langt umfram þá 2,4% hækkun sem Reykjavíkurborg reiknaði með vegna verðtrygginga samninga til svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt öðrum landshlutasamtökum eru algjörlega óþarft og tilgangslaust millistykki á sveitarstjórnarstiginu. Kemur fram í umsögn fjármálaskrifstofu að um eftir á reikning er að ræða og er það algjörlega óásættanlegt. Hlutur Reykjavíkurborgar til nefndarinnar eru rúmar 16 milljónir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: