- Advertisement -

Reyndu að þagga niður ástand Fossvogsskóla

En hvar voru eftirlitsmennirnir? Hver ber ábyrgð á þessu?

Kolbrún Baldursdóttir.

„Staðan í Fossvogsskóla er með öllu óásættanlegt. Þarna eru börn látin vera við afar mengandi aðstæður. Ákalli hefur ekki verið sinnt,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins.

Hún segist minnast þess að hafa fengið skammir frá Heilbrigðiseftirlitinu í febrúar 2020 þegar sendar voru inn fyrirspurnir um málið. Hún var sökuð um dylgjur af hálfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Kannski er ekki að vænta góðs þegar í svörum frá embættismönnum er farið fram með slíkum pirringi þegar verið er að ganga erinda borgarbúa og spyrja spurninga. Reynt var að þagga málið og sagt að viðgerð væri lokið. Fengið var verktakafyrirtæki til að gera við húsið. Þegar litið er yfir ferlið er ekki annað hægt en að komast að þeirri niðurstöðu að verkið var ekki unnið með viðhlítandi hætti. En hvar voru eftirlitsmennirnir? Hver ber ábyrgð á þessu?“

Kolbrún: „Myglu- og rakavandi í skólum er stórt vandamál, afleiðingar áralangrar vanrækslu á viðhaldi með tilheyrandi mygluskemmdum. Þetta ástand hefur haft djúpstæð áhrif á börn, foreldra og starfsfólk, líkamlega og andlega. Margir hafa veikst og sumir ekki náð sér að fullu og munu kannski seint gera ef nokkurn tímann. Hvernig ætlar borgarmeirihlutinn að taka á þessu alvarlega máli og öðrum sambærilegum?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: