- Advertisement -

Ég þekki Jón Steinar

Ég hef þekkt Jón Steinar í langan tíma. Kynntist honum þegar ég skrifaði um dómsmál. Hann var hreint út sagt frábær lögmaður. Mælskur, rökfastur. Töffari í réttarsölum. Hef lítt fylgst með dómsmálum síðustu ár. Eins og það var gaman á sínum tíma.

Jæja, ég þekki Jón Steinar. Ég gagnrýni nýjasta verkefnið hans. Ekki hans vegna. Vegna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Hún er með tvo fyrrverandi lögreglustjóra á göngudeild ráðuneytisins. Í einhvers kona atvinnubótavinnu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur, á ríkisins kostnað, fengið bæði Hannesi Hólmsteini og Birni Bjarnason til að skrifa fullkomlega gagnslausar skýrslur. Það rugl hefur kostað ríkissjóð tugi milljóna. Og nú á að bæta í.

Ég er hissa á að Jón Steinar ætli að bæta enn einni skýrslunni við. Það veldur mér vonbrigðum. Finnst hann enn of stór maður til þess. Hvað sem verður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú  hef ég enga trú að Áslaug Arna hafi átt hugmyndina að nýrri „dauðri“ skýrslu frá enn einu innmúruðum og innvígðum. Var það Bjarni? Eða var það Davíð?

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: