- Advertisement -

Bankasala – illu heilli

Jón Sigurðsson, sem er meðal annars fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og Seðlabankastjóri, er ósammála núverandi forystu flokksins. Jón er greinilega ekki sáttur við hversu deigur núverandi formaður Framsóknar er í samstarfinu við Sjálfstæðisflokks.

„Illu heilli ákváðu stjórn­ar­flokk­arn­ir á sín­um tíma að selja Íslands­banka einkaaðilum til rekstr­ar í hagnaðarskyni. Nú reyn­ir ríkið að koma bank­an­um í verð í sam­ræmi við þessa óheppi­legu ákvörðun. Hóp­ur ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækja hef­ur þetta verk­efni sér að féþúfu. Ekk­ert er ókeyp­is,“ skrifar Jón í Moggann í dag.

„En þetta breyt­ir hinu ekki að það er spill­ing­ar­vaki að rík­is­valdið fari með yf­ir­ráð yfir banka. Stjórn­mál og banka­starf­semi bland­ast mjög illa, eins og dæm­in sanna. Ríkið þarf að losa tengsl­in, en ekki með þess­um hætti. Og von­andi reyn­ist þetta þó far­sælla en síðast þegar selt var.“

Jón heldur áfram: „Það er bein­lín­is vafa­samt að er­lend­ir arðsæknir kaupa­héðnar eign­ist ráðandi hlut í ís­lensk­um kerf­is­mik­il­væg­um banka. Það er líka stór­hættu­legt, og reynsla sýn­ir það, að líf­eyr­is­sjóðirn­ir taki áhættu af banka­rekstri á sig. Ekki er það síður óæski­legt að for­ráðamenn stór­fyr­ir­tækja nái frekjutaki á kerf­is­mik­il­væg­um banka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Æskileg­ast er að kerf­is­mik­il­væg­ir bank­ar, sem eiga meðal ann­ars að þjóna al­menn­ingi, séu sjálf­seign­ar­stofn­an­ir sem vinna að arðsókn­ar­lausri al­mannaþjón­ustu. Til henn­ar telj­ast spari­sjóðsþjón­usta og ýms­ar sparnaðarleiðir, lánaþarf­ir fjöl­skyldna og ein­stak­linga, fyr­ir­greiðsla við íbúðakaup og bíla­kaup, jafn­vel lán vegna náms­kostnaðar, og fleira slíkt.

Ef það er mik­il­vægt í þessu máli að rík­is­sjóður nái greiðslum til sín eru marg­ar leiðir fær­ar til slíks.

Marg­ar leiðir eru líka fær­ar við ákvörðun um stjórn­skip­an slíkra banka. Ýmis sam­fé­lag­söfl koma til greina við skip­un full­trúaráðs, ásamt Alþingi og sveit­ar­fé­lög­um, og líka við kjör stjórn­ar. Miklu skipt­ir að eig­in ábyrgð sé al­veg skýr og full­trú­ar séu óháðir í af­stöðu og ákvörðunum.

Bank­arn­ir geta síðan átt og rekið sér­stök dótt­ur­hluta­fé­lög um áhættu­starf­semi, fjár­fest­ing­ar- og einka­bankaþjón­ustu, verðbréf, ný­sköp­un, fyr­ir­tækjaþjón­ustu, alþjóðasam­skipti, gjald­eyrisviðskipti og önn­ur slík verk­efni. Vel kem­ur til greina að fjár­fest­ar geti komið þar að máli með bönk­un­um.

Verði fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar að veru­leika, – sem von­andi verður ekki –, verður Alþingi sem allra fyrst að setja sér­stök lög til að verja (e. ring-fence) al­mannaþjón­ust­una og aðgreina hana frá öðrum þátt­um í starf­semi bank­anna.

Reynsl­an hef­ur kennt þjóðinni að þetta er al­veg nauðsyn­legt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: