- Advertisement -

Almannatenglar, stjórnmál og strandveiðar

Vigfús Ásbjörnsson skrifar:

Tilfinningarök eru t.d. þegar mál kemst upp á yfirborðið eins og t.d. svik VG við fólkið sitt og þjóðina við það að tryggja þjóðinni 48 daga aðgengi við nýtingu okkar eigin auðlindar.

Mig langar að miðla  til ykkar smá fróðleik  svo þið verðið meðvituð um það hvernig almannatenglar vinna oft á tíðum og hvað siðlausir einstaklingar, stjórnmálamenn, ráðherrar og fleiri eru oft á tíðum að reyna að spila með í fari  almennings þegar kemur að því að reyna að fá fólk til að gleyma, gullfiskaminni þjóðarinnar sem frægt er, er engin tilviljun.

Kannski vitið þið þetta en þið fattið þetta eftir þennan lestur því við getum öll tengt við þetta ef við hugsum út í það. Það sem er verið oft á tíðum verið  reyna að spila með í fari almennings kallast á latnesku „LLogos, Etos og Pathos“. Þetta þýðir staðreyndarrök, siðferðisrök og tilfinningarrök. Staðreyndarrök og siðferðisrök breytast lítið með tímanum en það eru tilfinningarrökin sem verið er að reyna að hafa áhrif á með því t.d að ætla sér að þegja mál í hel.

Tilfinningarök eru t.d. þegar mál kemst upp á yfirborðið eins og t.d. svik VG við fólkið sitt og þjóðina við það að tryggja þjóðinni 48 daga aðgengi við nýtingu okkar eigin auðlinda og fylgja sinni sjávarútvegsstefnu, þá fara tilfinningar okkar af stað og við verðum reið, viljum fólkið burt og fólkið sem kaus það mundi aldrei kjósa það aftur á þessum tímapunkti. Tilfinningarrök okkar breytast nefnilega með tímanum. Það er það sem verið er að spila með hjá okkur venjulegu fólki hér í samfélaginu. Þetta á við í svo mörgum annarskonar málum að það er ekki til nein tala yfir það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það virkaði kannski fyrir 20 árum en ekki í dag því það grefur enn meira undan þeim sem hafa eitthvað að fela eða getur ekki horfst í augu við mistök sín eða gerðir eða ásetning.

T.d takist stjórnmálafólki eða öðrum að þegja mál yfir t.d. mánaðar tímabil förum við að hætta að muna af hverju við vorum svona reið þegar málið kom fyrst upp á yfirborðið. Smám saman breytast tilfinningarrök okkar gagnvart þessu tiltekna máli og svikum. Við munum að við vorum reið en tilfinningin kemur ekki aftur og við munum ekki alveg af hverju við vorum svona óskaplega reið þegar mannréttindi okkar voru brotin og við urðum fyrir ofbeldinu.

Það að almannatenglar ráðleggi mörgu fólki að þegja er ekki fagleg ráðgjöf almannatengils í dag. Það virkaði kannski fyrir 20 árum en ekki í dag því það grefur enn meira undan þeim sem hafa eitthvað að fela eða getur ekki horfst í augu við mistök sín eða gerðir eða ásetning. Fagmennska í almannatenglum í dag myndi alltaf ráðleggja viðkomandi að koma fram með sannleika, heiðarleika og auðmýkt. Ráðleggingar um að þegja er fúsk í nútíma almannatengslum og alls ekki fagmagnleg ráðgjöf. Að ætla að fela sig með þögninni sem er þekkt hjá siðlausum einstaklingum er bara ætlað til að reyna að hafa áhrif á tilfinningarrök okkar.

Ég vil miðla þessu til ykkar því við verðum að vera meðvitað um hvernig siðlaust fólk vinnur með sínu ofbeldi á einstaklingum og þjóðinni og hvernig er reynt að spila með okkur eftir útpældum leiðum og fræðum. Gullfiskaminni þjóðarinnar er engin tilviljun.

Gleymum ekki af hverju við erum svona reið, höldum áfram baráttu okkar gagnvart siðleysinu, valdaráninu og fáum okkar 48 daga fasta á hvern einasta strandveiðibát á landinu, mannsæmandi rétt til að skapa okkur líf hér í landinu okkar og stuðla jafnframt að blómlegum búsetuskilyrðum allt í kringum landið sem búið er að grafa markvisst undan síðustu áratugina með annarlegum ásetningi. Standið upp með þjóðinni og stöðvum siðleysið og þá valdníðslu sem allt of margir stjórnmálamenn beita þjóð sína.

Látum ekki þetta fólk komast upp með að hafa áhrif á tilfinningarök okkar og höldum áfram baráttu okkar fyrir samfélagi heiðarleika og manngæsku sem við getum verið stolt að tilheyra. Það er t.d engin tilviljun að viss tími líður frá því að þing starfar þar til haldið er til kosningar. Það er til þess að tilfinningarök okkar séu ekki til staðar þegar við merkjum á kjörseðilinn. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: